Umhverfismál Valsteinn Stefánsson skrifar 22. maí 2018 21:57 Það er stefna Miðflokksins í Kópavogi að hefja LED væðingu í bæjarfélaginu, þ.e. götulýsingu og lýsingu í stærri fasteignum til dæmis íþróttahúsum, sundlaugum, bæjarskrifstofu og áhaldahúsi. Miðflokkurinn telur rétt að hefja undirbúning LED lýsinga sem fyrst vegna þess hversu orkusparandi Ledljós eru og hversu langan líftíma þau hafa. Líftíminn er að lágmarki 50,000 klukkustundir og þarfnast lítils viðhalds. Ledlýsing er ekki einungis orkusparandi fyrir sveitarfélagið, heldur samfélagið í heild. Að minnsta kosti 75% minni orku þarf fyrir Ledljós en annan ljósabúnað. Ledljósin gefa einnig frá sér minni hita en annar ljósabúnaður, en 90% af orku annarra ljósa er hiti. Minni hiti frá lýsingu eykur loftgæði.Flóðlýsing íþróttamannvirkja Þegar flóðlýsa á íþróttavelli með Ledlýsingu, bæði innan og utanhúss, þarf undirþúningur að vera mjög góður. Hönnun lýsingar þarf að vera þannig að jöfn birtudreyfing verði á öllum vellinum og ljósið verði ekki truflandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Ef hönnun er ábótavant er hætt við að kostnaður verði allt of hár vegna endalausra endurbóta og óánægju allra sem málið varðar. Ná má fram miklum sparnaði í lýsingu íþróttahúsa bæjarins með Ledlýsingu þar sem núverandi lýsing þarfnast að öllum líkindum endurnýjunnar á perum á 800 klukkutíma fresti, þó getur það verið eitthvað misjafnt.Götulýsing Sama á við um götulýsingu, undirbúningur þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Hugsanlega gæti meginreglan verið sú að hafa kalt ljós á stofnbrautum (6000k), hlýrra ljós á tengigötum inn í hverfin (4000k) þá enn hlýrra í húsagötum og göngustígum (3000k)Samantekt Lýsingatækni er alltaf að verða betri hér á landi. Þar má nefna fræðin bak við litarhita, endurgjöf, glýju og ljósmagn (Lm/w). Eigum við nokkra góða hönnuði og kennara hér á landi, má þar nefna Rósu Dögg Þorsteinsdóttur sem kennt hefur hjá HR, Meistaraskólanum og Rafiðnaðarskólanum. Mikilvægt er að öll hönnun sé vönduð, það mun leiða til meiri sparnaðar. Einnig mætti fá hönnun á flóðlýsingum íþróttavalla hjá framleiðendum þeirra ljósa sem notuð verða. Lítið hefur hér verið minnst á viðhaldskostnað þeirra ljósa sem nú er í notkunn en líklegt er að þar sparist umtalsvert fé. Höfundur skipar 9 sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er stefna Miðflokksins í Kópavogi að hefja LED væðingu í bæjarfélaginu, þ.e. götulýsingu og lýsingu í stærri fasteignum til dæmis íþróttahúsum, sundlaugum, bæjarskrifstofu og áhaldahúsi. Miðflokkurinn telur rétt að hefja undirbúning LED lýsinga sem fyrst vegna þess hversu orkusparandi Ledljós eru og hversu langan líftíma þau hafa. Líftíminn er að lágmarki 50,000 klukkustundir og þarfnast lítils viðhalds. Ledlýsing er ekki einungis orkusparandi fyrir sveitarfélagið, heldur samfélagið í heild. Að minnsta kosti 75% minni orku þarf fyrir Ledljós en annan ljósabúnað. Ledljósin gefa einnig frá sér minni hita en annar ljósabúnaður, en 90% af orku annarra ljósa er hiti. Minni hiti frá lýsingu eykur loftgæði.Flóðlýsing íþróttamannvirkja Þegar flóðlýsa á íþróttavelli með Ledlýsingu, bæði innan og utanhúss, þarf undirþúningur að vera mjög góður. Hönnun lýsingar þarf að vera þannig að jöfn birtudreyfing verði á öllum vellinum og ljósið verði ekki truflandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Ef hönnun er ábótavant er hætt við að kostnaður verði allt of hár vegna endalausra endurbóta og óánægju allra sem málið varðar. Ná má fram miklum sparnaði í lýsingu íþróttahúsa bæjarins með Ledlýsingu þar sem núverandi lýsing þarfnast að öllum líkindum endurnýjunnar á perum á 800 klukkutíma fresti, þó getur það verið eitthvað misjafnt.Götulýsing Sama á við um götulýsingu, undirbúningur þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Hugsanlega gæti meginreglan verið sú að hafa kalt ljós á stofnbrautum (6000k), hlýrra ljós á tengigötum inn í hverfin (4000k) þá enn hlýrra í húsagötum og göngustígum (3000k)Samantekt Lýsingatækni er alltaf að verða betri hér á landi. Þar má nefna fræðin bak við litarhita, endurgjöf, glýju og ljósmagn (Lm/w). Eigum við nokkra góða hönnuði og kennara hér á landi, má þar nefna Rósu Dögg Þorsteinsdóttur sem kennt hefur hjá HR, Meistaraskólanum og Rafiðnaðarskólanum. Mikilvægt er að öll hönnun sé vönduð, það mun leiða til meiri sparnaðar. Einnig mætti fá hönnun á flóðlýsingum íþróttavalla hjá framleiðendum þeirra ljósa sem notuð verða. Lítið hefur hér verið minnst á viðhaldskostnað þeirra ljósa sem nú er í notkunn en líklegt er að þar sparist umtalsvert fé. Höfundur skipar 9 sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar