Voru tæknifræðingur og dýralæknir með mikinn áhuga á fluguveiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 20:15 Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Vísir/Pjetur Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56