Kjallari einkamálanna Bjarni Karlsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Við erum að lifa merkilegt breytingaskeið þegar mál sem áður þóttu blygðunarefni eru dregin fram í almannarýmið. M.a. stafar þetta af því að við skiljum betur nú en áður hvernig allt er innbyrðis tengt og háð. Lífsmáti annarra hefur áhrif á mig og kemur mér við. Ofurlaun eru ekkert einkamál, ofbeldi á heimili eða vinnustað er heldur ekki einkamál, sóðaskapur eins bitnar á öllum og ef einhver sem er að þjást af alvarlegum sjúkdómi vill segja sögu sína opinberlega þá er það líka alveg viðeigandi. Skilin milli opinbers og einka eru orðin að félags-pólitísku samkomulagi og það er heilbrigt. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur vakið athygli á enn einu óafgreiddu ranglætismálinu sem ekki verður undan vikist að taka til skoðunar í gegnum taugakerfi þjóðarinnar og varðar hinn svonefnda Ungmennadómstól sem fjallaði um samskipti íslenskra kvenna við hernámsliðið í seinni heimsstyrjöldinni. Vitundarvakningin snýst um að losna við grjótið úr vösunum og móta sanngjarnari leikreglur í einkalífi jafnt sem opinberu lífi. Það er hins vegar stór galli hvað þau sem hlaupið hafa á sig eða drýgt glæpi eiga lítinn séns. Þegar við hættum meðvirkninni og byrjuðum að rífa múrinn milli einkarýmisins og opinbera rýmisins er eins og við höfum skilið eftir lítið hólf í kjallara einkamálanna þar sem allar hugmyndir um endurreisn fólks og fyrirgefningu misgjörða eru kyrfilega bannaðar. Fátt er nú álitið meiri dónaskapur en að boða fyrirgefningu synda. Vandinn er sá að samfélag sem tekur ekki mark á iðrun og yfirbót, hæðist að krafti fyrirgefningarinnar og rænir hinn seka möguleikanum á að rísa á fætur, mun aldrei losna við skömmina úr sálinni því það kann bara að lýsa henni en ekki að lækna hana.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar