Vesturbæingar þreyttir á ofsaakstri með pitsur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2018 06:00 „Það er sko kominn tími til að stoppa þetta áhættuatriði,“ segir í Facebook-hópnum Vesturbærinn um aksturslag Domino's-bíla. Vísir/eyþór Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira