„Ég held hún yrði frábær borgarstjóri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 15:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að málefnin ráði för í viðræðum en jafnframt að Þórdís Lóa yrði frábær borgarstjóri. Vísir/Eyþór „Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær. Ég hef þekkt hana í gegnum tíðina, hún er fylgin sér, hún þekkir vel mál og setur sig vel inn í málin. Ég held hún yrði frábær borgarstjóri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, sem þessa dagana á í viðræðum um myndun meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Þrátt fyrir að Þorgerður treysti Þórdísi Lóu hvað best til þess að gegna stöðu borgarstjóra segir hún að málefnin ráði för í viðræðunum. „Við höfum nálgast þetta út frá málefnunum og ef málefnin eru skýr og við sjáum raunverulegar breytingar að þá segi ég, fyrir mína parta, að þau skipta meira máli en borgarstjórastóllinn sjálfur. Að því sögðu er ég ekki að segja að það sé sjálfgefið að borgarstjórinn verði með einhverjum tilteknum hætti, við skulum bara tala hreint út, að það verði Dagur eða einhver af þessum fjórum,“ segir Þorgerður sem var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar funda stíft þessa dagana og reyna að ná saman um málefni.vísir/sigurjonNiðurstaða kosninga ákall um breytingar Þorgerður segir að staða Viðreisnar í viðræðunum sé gríðarlega sterk. Hún þvertekur fyrir það að Viðreisn sé að hlaupa í skarðið fyrir Bjarta Framtíð og að framlengja líftíma fráfarandi meirihluta. „Þau eru mjög meðvituð um það, Þórdís Lóa og Pawel [Bartoszek] að niðurstaða kosninga er líka ákall um ákveðnar breytingar, við verðum að átta okkur á því að gamli meirihlutinn var með 63% fylgi. Flokkarnir sem eru eftir eru með 38% fylgi. Það þýðir ekkert að segja að við komum í staðinn fyrir Bjarta framtíð, það vantar töluvert mikið upp á að ná þessum 63%. Það segir svolítið mikið og á að veita Viðreisn, að mínu mati, sterka stöðu til þess að ná fram málefnum sem hafa raunverulega þýðingu fyrir borgarbúa og því sem við töluðum fyrir, sérstaklega að einfalda líf bæði heimila fólks og fyrirtækja í borginni.“ Þorgerður bætir þó við að fólk verði að hafa það hugfast að um margra flokka samvinnu er að ræða og við slíkar aðstæður þurfi bæði að fara í málamiðlanir og nálgast málefnin af virðingu. Viðreisn nær fótfestu Þorgerður er gríðarlega ánægð með árangur hins unga stjórnmálaflokks Viðreisnar. Flokkurinn kom vel út úr kosningum í Kraganum og Reykjavík auk þess Viðreisn hefur átt í samstarfi við aðra flokka úti á landi eins og samstarfið með Pírötum í Árborg. En betur mál ef duga skal segir Þorgerður: „Það er augljóst að við eigum ákveðið svona kjarnafylgi á suðvestur horninu og við ætlum að færa okkur út víðar. Við þurfum að ná betur til landsbyggðarinnar svo ég fari svolítið í sjálfsgagnrýni. Við þurfum að sýna fólki fram á það að það sem við erum helst að tala um sem er stærsta hagsmunamál heimilanna sem er nýr gjaldmiðill að það skiptir fjölskyldurnar, hvort sem þær eru hérna á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni, meginmáli.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 „Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
„Auðvitað vil ég einna helst sjá Lóu sem borgarstjóra af því að mér finnst hún frábær. Ég hef þekkt hana í gegnum tíðina, hún er fylgin sér, hún þekkir vel mál og setur sig vel inn í málin. Ég held hún yrði frábær borgarstjóri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík, sem þessa dagana á í viðræðum um myndun meirihluta með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum. Þrátt fyrir að Þorgerður treysti Þórdísi Lóu hvað best til þess að gegna stöðu borgarstjóra segir hún að málefnin ráði för í viðræðunum. „Við höfum nálgast þetta út frá málefnunum og ef málefnin eru skýr og við sjáum raunverulegar breytingar að þá segi ég, fyrir mína parta, að þau skipta meira máli en borgarstjórastóllinn sjálfur. Að því sögðu er ég ekki að segja að það sé sjálfgefið að borgarstjórinn verði með einhverjum tilteknum hætti, við skulum bara tala hreint út, að það verði Dagur eða einhver af þessum fjórum,“ segir Þorgerður sem var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar funda stíft þessa dagana og reyna að ná saman um málefni.vísir/sigurjonNiðurstaða kosninga ákall um breytingar Þorgerður segir að staða Viðreisnar í viðræðunum sé gríðarlega sterk. Hún þvertekur fyrir það að Viðreisn sé að hlaupa í skarðið fyrir Bjarta Framtíð og að framlengja líftíma fráfarandi meirihluta. „Þau eru mjög meðvituð um það, Þórdís Lóa og Pawel [Bartoszek] að niðurstaða kosninga er líka ákall um ákveðnar breytingar, við verðum að átta okkur á því að gamli meirihlutinn var með 63% fylgi. Flokkarnir sem eru eftir eru með 38% fylgi. Það þýðir ekkert að segja að við komum í staðinn fyrir Bjarta framtíð, það vantar töluvert mikið upp á að ná þessum 63%. Það segir svolítið mikið og á að veita Viðreisn, að mínu mati, sterka stöðu til þess að ná fram málefnum sem hafa raunverulega þýðingu fyrir borgarbúa og því sem við töluðum fyrir, sérstaklega að einfalda líf bæði heimila fólks og fyrirtækja í borginni.“ Þorgerður bætir þó við að fólk verði að hafa það hugfast að um margra flokka samvinnu er að ræða og við slíkar aðstæður þurfi bæði að fara í málamiðlanir og nálgast málefnin af virðingu. Viðreisn nær fótfestu Þorgerður er gríðarlega ánægð með árangur hins unga stjórnmálaflokks Viðreisnar. Flokkurinn kom vel út úr kosningum í Kraganum og Reykjavík auk þess Viðreisn hefur átt í samstarfi við aðra flokka úti á landi eins og samstarfið með Pírötum í Árborg. En betur mál ef duga skal segir Þorgerður: „Það er augljóst að við eigum ákveðið svona kjarnafylgi á suðvestur horninu og við ætlum að færa okkur út víðar. Við þurfum að ná betur til landsbyggðarinnar svo ég fari svolítið í sjálfsgagnrýni. Við þurfum að sýna fólki fram á það að það sem við erum helst að tala um sem er stærsta hagsmunamál heimilanna sem er nýr gjaldmiðill að það skiptir fjölskyldurnar, hvort sem þær eru hérna á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni, meginmáli.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 „Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 5. júní 2018 10:41