Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 12:01 Benjamín og Sveinn eru spenntir fyrir HM í Rússlandi. KSÍ „Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
„Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59
Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45
KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00