Breytingar á fyrirspurnum þingmanna ekki til umræðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon við setningu Alþingis í desember síðastliðnum. Vísir/anton Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ekki hefur komið til umræðu að takmarka með nokkrum hætti rétt þingmanna til að beina fyrirspurnum til ráðherra. Fjöldi fyrirspurna hefur hins vegar verið ræddur á vettvangi forsætisnefndar og á fundum forseta þingsins með þingflokksformönnum. Fyrirspurnagleði ýmissa þingmanna hefur verið til umræðu á yfirstandandi þingi og þykir mörgum nóg komið. Frá því að þing kom saman í desember hafa 502 fyrirspurnir verið lagðar fram en þar af eru tæplega þrjár af hverjum fjórum skriflegar. Fjórðungur eru munnlegar fyrirspurnir en inni í þeirri tölu eru óundirbúnar fyrirspurnir. „Þessi réttur þingmanna til svars er mjög vel varinn bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Það er ekki á dagskrá né hefur það borið á góma að takmarka hann á nokkurn hátt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Aftur á móti hafa breytingar í skiptingu munnlegra og skriflegra fyrirspurna verið til umræðu. Á undanförnum tveimur þingum hefur hlutfall þeirra fyrrnefndu farið lækkandi. Áður var hátt í helmingur fyrirspurna borinn fram munnlega en undanfarið hafa þær verið um fjórðungur. Þá hefur einnig verið rætt hvort hluti fyrirspurnanna ætti betur heima á borði upplýsingaskrifstofu ráðherra. Sem stendur eru slíkar fyrirspurnir ekki gerðar opinberar en rætt hefur verið hvort rétt væri að breyta því. „Það hefur heldur verið vaxandi bragur á því að ráðuneytin biðji um frest þar sem ekki hefur náðst að svara innan tilskilins tíma. Auðvitað viljum við heldur að ráðuneytin biðji um frest heldur en að svar fáist ekki. Ef það væri svo að stíflur myndu myndast í ráðuneytunum vegna fjölda fyrirspurna væri rétt að setjast yfir málin en það hefur ekki komið til þess,“ segir Steingrímur. Í sumum tilfellum eru fyrirspurnir viðamiklar og í raun svo að þær jaðra við að vera beiðni um skýrslu. Komið hefur verið inn á það hvort rétt sé að skerpa á skilunum milli skriflegra fyrirspurna og skýrslubeiðna. Stundum hafa ráðuneytin látið vinnustundir við svarið fylgja til þingsins en hingað til hafa slíkar upplýsingar ekki fylgt svarinu inn á vefinn. Síðasta stóra breyting á þingsköpum var gerð árið 2012. Hún miðaði að því að styrkja eftirlitshlutverk þingsins. Eftir það var þverpólitískri þingskapanefnd komið á fót en slík hefur ekki verið starfandi undanfarið meðal annars vegna tíðra kosninga. „Ég hef nefnt við þingflokksformenn að setja slíka nefnd af stað á ný með haustinu. Sú nefnd myndi taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir Steingrímur. Ósennilegt er að slík nefnd myndi hrófla við fyrirkomulagi á fyrirspurnum þingmanna til ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Segir fyrirspurnir Björns Levís komnar út í tóma þvælu Þingmenn stjórnarandstöðunnar fjölmenntu í ræðustól Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og vöktu máls á því að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna bærust seint og illa. 28. maí 2018 16:04