Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 15:45 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/EPA Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT. Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT.
Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira