Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 23:28 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Vísir/AFP Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Umræddar aðgerðir landamæralögreglu eru afleiðing strangrar stefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í innflytjendamálum, sem hefur verið harðlega gagnrýnd.Sjá einnig: Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Talið er að á síðustu sex vikum hafi komið upp yfir 2000 tilfelli þar sem börn eru aðskilin frá foreldrum sínum við inngöngu í Bandaríkin frá Mexíkó. Foreldrarnir, sem teljast ólöglegir innflytjendur, eru hnepptir í varðhald og sóttir til saka þegar þeir freista þess að komast yfir landamærin með fjölskyldur sínar. Börn þessara innflytjenda eru nú upp á bandarísk yfirvöld komin og skipta þau hundruðum, að því er segir í frétt BBC. Í yfirlýsingu frá talskonu Melaniu Trump segir að forsetafrúnni sé meinilla við að börn séu tekin frá foreldrum sínum á þennan hátt. Þá vonast hún til þess að þverpólitísk sátt náist um málið. Eiginmaður hennar Bandaríkjaforseti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins en sjálfur kennir hann lögum „sem Demókratar gáfu okkur“ um ástandið. Ekki er ljóst hvað forsetinn á við með þeirri staðhæfingu. Í gær hvatti Trump Demókrata og Repúblikana til samstarfs. Þannig mætti knýja fram umbætur í málinu, að því er segir í færslu forsetans á Twitter.Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Chrissy Teigen heldur áfram að skjóta á forsetann á Twitter. 15. júní 2018 13:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Umræddar aðgerðir landamæralögreglu eru afleiðing strangrar stefnu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í innflytjendamálum, sem hefur verið harðlega gagnrýnd.Sjá einnig: Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Talið er að á síðustu sex vikum hafi komið upp yfir 2000 tilfelli þar sem börn eru aðskilin frá foreldrum sínum við inngöngu í Bandaríkin frá Mexíkó. Foreldrarnir, sem teljast ólöglegir innflytjendur, eru hnepptir í varðhald og sóttir til saka þegar þeir freista þess að komast yfir landamærin með fjölskyldur sínar. Börn þessara innflytjenda eru nú upp á bandarísk yfirvöld komin og skipta þau hundruðum, að því er segir í frétt BBC. Í yfirlýsingu frá talskonu Melaniu Trump segir að forsetafrúnni sé meinilla við að börn séu tekin frá foreldrum sínum á þennan hátt. Þá vonast hún til þess að þverpólitísk sátt náist um málið. Eiginmaður hennar Bandaríkjaforseti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins en sjálfur kennir hann lögum „sem Demókratar gáfu okkur“ um ástandið. Ekki er ljóst hvað forsetinn á við með þeirri staðhæfingu. Í gær hvatti Trump Demókrata og Repúblikana til samstarfs. Þannig mætti knýja fram umbætur í málinu, að því er segir í færslu forsetans á Twitter.Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Chrissy Teigen heldur áfram að skjóta á forsetann á Twitter. 15. júní 2018 13:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Chrissy Teigen og John Legend héldu upp á afmæli Donald Trump Chrissy Teigen heldur áfram að skjóta á forsetann á Twitter. 15. júní 2018 13:45