Lygileg saga íslensks vegabréfs í Moskvu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 17:00 Þessir Íslendingar voru á meðal á fimmta þúsund sem skelltu sér á leik Íslands gegn Argentínu í gær. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að litla Ísland sé víða, segir Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Hún hefur verið í því hlutverki að aðstoða íslenska stuðningsmenn eftir þörfum en borgaraþjónustan á Íslandi, sendiráð Íslands í Rússlandi og ríkislögreglustjóri hafa unnið náið saman og tekið á því sem upp hefur komið. „Þær hafa verið algjörlega minimal aðgerðirnar sem við höfum þurft að fara út í,“ segir Þurý. Helst hafi borið á því að fólk hafi glatað vegabréfi sínu. Fjöldinn sé þó líklega innan við tíu manns. Glati fólk vegabréfi sínu getur það haft samband við sendiráð Íslands í Moskvu og fengið útvegið neyðarvegabréf.Íslenskir stuðningsmenn á Spartak-leikvanginum í gær.Vísir/VilhelmMálum bjargað á methraða „Það hefur verið hægt að bregðast mjög hratt og örugglega við því þegar eitthvað hefur komið upp á,“ segir Þurý. Fjöldi Íslendinga hélt heim í morgun og í þeim hópi voru vegabréfalausir einstaklingar. Þurý segir Hafrúnu Stefánsdóttur, starfsmann sendiráðsins hér úti, hafa bjargað þeim málum á núll einni. „Allir sem voru á leið úr landi í morgun og höfðu glatað vegabréfinu sínu komust samt úr landi,“ segir Þurý. Almennt séu slík skilríki ekki tekin gild en í ljósi aðstæðna, og að Rússar hafa engan sérstakan áhuga á að sitja uppi stuðningsmenn, hafi þau verið tekin gild. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Þurý og nefnir lygilega sögu af vegabréfi sem Íslendingur glataði í vikunni.Þessir voru í banastuði í risapartýi Tólfunnar í gærkvöldi, eftir leik.Vísir/Kolbeinn Tumi„Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu“ „Við fengum símtal á föstudaginn frá Íslendingi sem hafði glatað vegabréfinu sínu. Hann var ekki að fara heim fyrr en í dag,“ segir Þurý en aðstoða átti manninn með neyðarvegabréfi. Nema að í millitíðinni voru aðrir íslenskir stuðningsmenn á ferðalagi um Moskvu, þessa risastóru borg sem telur þrettán milljónir manna og mun meira ef allt er meðtalið, í leigubíl í borginni. „Leigubílstjórinn spyr þau hvort þau séu íslensk, sem þau játtu. Þá segist hann hafa fengið gest í bílinn sem gleymdi vegabréfinu sínu. Hann bað fólkið um að koma því til skila,“ segir Þurý. „Veistu hvað það eru margir leigubílar í Moskvu?“ Fólkið hafði samband við sendiráðið og vegabréfið komst til skila. Eðli málsins samkvæmt var eigandi vegabréfsins sáttur og telja má kraftaverki líkast að það hafi komið í leitirnar. Íbúafjöldi í Moskvu er helmingi meiri en í London og fjórum sinnum meiri en í Berlín. Risaborg, sú næstfjölmennasta í Evrópu á eftir Istanbúl. „Litla Ísland er víða,“ segir Þurý. Hún þakkar góðum undirbúningi fyrir hve vel hafi gengið. „Við undirbúum okkur rosalega þegar svona mikill fjöldi er að fara utan, og erum við öllu búin.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira