Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigfús mætti til aðalmeðferðar málsins í gær og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Fréttablaðið/Auðunn Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð. Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum. Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37