Kínverjar gefi ekki þumlung af eyjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 06:31 James Mattis hitti Xi Jinping á þriggja daga ferð sinn um Kína. Vísir/Getty Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan. Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Forseti Kína segir að þjóð sín sé staðráðin í að tryggja frið í heiminum - þó svo að hún muni ekki „gefa eftir tommu af landsvæði sínu“ til að ná því markmiði. Þetta kom fram í máli Xi Jinping eftir fund hans með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mattis er fyrsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sem fer í opinbera heimsókn til Kína frá árinu 2014. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna tollastríðsins sem hófst í upphafi þessa árs. Þá hafa málefni eyja í Suður-Kínahafi verið mikið þrætuepli á alþjóðavettvangi. Kínverjar gera tilkall til eyjanna, þar sem þeir hafa meðal annars reist voldugar herstöðvar, í mikilli óþökk annarra ríkja Austur-Asíu. Þá hafa Bandaríkjamenn í gegnum tíðina sakað Kínverja um að búa til gervieyjar og byggja þar upp aðstöðu til að tryggja enn fremur yfirráð sín á svæðinu.Mattis sagði að fundur sinn með Xi hafi verið mjög góður og bætti við að Bandaríkin myndu leggja aukna áherslu á að styrkja hernaðarbandalag ríkjanna. Xi ítrekaði að Kínverjar væru friðsæl þjóð en undirstrikaði að þeir myndu ekki gefa eftir neitt af því landsvæði sem þeir teldu réttilega þeirra. „Við getum ekki glatað einni tommu af því landsvæði sem forfeður okkar skildu eftir,“ er haft eftir Xí í kínverskum miðlum. Hann bætti þó við að Kínverjum „langaði þó ekkert í“ eignir eða landsvæði annarra þjóða. Um Suður-Kínahaf liggja mikilvægar og verðmætar siglingaleiðir. Þar að auki er talið að á hafsbotninum kunni að finnast mikið magn olíu og jarðgass. Mattis mun næsta funda með stjórnvöldum í Suður-Kóreu og Japan.
Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30
Kínverjar óánægðir með siglingar Bandaríkjahers í Suður-Kínahafi Kínversk stjórnvöld segja bandaríska herskipið USS Stethem hafa siglt of nálægt eyjunni Triton. 3. júlí 2017 08:38
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“