Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:00 Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum. Donald Trump NATO Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum.
Donald Trump NATO Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira