Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Sylvía Hall skrifar 25. júní 2018 18:13 Secret Solstice. VÍSIR/Andri Marinó Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57