Nýjum áföngum fagnað Anna Stefánsdóttir og Oddný Sturludóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Mikilvægum áföngum í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var náð í þessari viku. Þá voru opnuð tvö tilboð vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Annars vegar tilboð í gatnagerð og jarðvinnu vegna framkvæmda við meðferðarkjarna spítalans, sem oft er kallaður hjartað í starfsemi spítalans og hins vegar tilboð í fullnaðarhönnun rannsóknarhúss. Öll voru þessi tilboð undir kostnaðaráætlun. Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta framkvæmd Hringbrautarverkefnisins. Með tilkomu hans verður mikil og jákvæð breyting á aðstöðu sjúklinga, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Þar verður öll bráðastarfsemi spítalans, 210 legurými, sem öll verða á einbýlum, auk þess sem rýmum fjölgar á gjörgæslu- og móttökudeild. Hönnun meðferðarkjarnans er á lokametrunum, stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2019 og að byggingarnar verði tilbúnar á árunum 2023-2024. Bygging rannsóknahúss er annað stórt verkefni, það mun hýsa rannsóknarstofur spítalans, þar með talinn er Blóðbankinn. Það verður breyting til batnaðar þegar rannsóknastarfsemi Landspítala sameinast undir einu þaki í stað þess að dreifast í 16 byggingar hér og þar í borginni.Nýtt sjúkrahótel Nýtt sjúkrahótel hefur þegar risið á Hringbrautarlóðinni og verður tekið í notkun innan skamms. Það er mikið fagnaðarefni og bylting í þjónustu Landspítala, sérstaklega fyrir fólk af landsbyggðinni. Á sjúkrahótelinu verða 75 vel búin herbergi, þar á meðal sérstakt fjölskyldurými. Víða á Norðurlöndunum er góð reynsla af sjúkrahótelum á lóðum sjúkrahúsa.Oddný Sturludóttir„Þörfin kallar hærra með hverju ári“ Þessi orð mælti Ingibjörg H. Bjarnason árið 1923 úr ræðustól Alþingis en Ingibjörg var ein aðaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og það var kallað og borið uppi af þeim konum sem settust fyrstar á Alþingi og voru með sanni óþreytandi í baráttu sinni fyrir byggingu Landspítala. Ingibjörg var orðin langeyg eftir ákvörðun stjórnvalda um að leggja fé til spítalabyggingar og segja má að orð hennar eigi jafn vel við árið 2018. Uppbygging Landspítala er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þjóðina alla, framþróun í heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörð starfsfólks. Í stjórnarsáttmála og ríkisfjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar er uppbygging Landspítala við Hringbraut gerð að forgangsmáli. Fyrri ríkisstjórnir hafa einnig staðið myndarlega við bakið á uppbyggingunni, í raun allar ríkisstjórnir frá aldamótum, frá því fyrst að uppbygging spítalans við Hringbraut komst á dagskrá. Þá hefur borgarstjórn og Reykjavíkurborg ávallt stutt dyggilega við uppbyggingaráformin. Þessu ber að fagna, en einnig er mikilvægt að fagna hverjum áfanga í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Landssamtökin Spítalinn okkar leggja áherslu á að engar tafir verði á þessu mikilvæga verkefni. Þörfin kallar hærra með hverju ári vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, örra tækniframfara og þeirrar sjálfsögðu kröfu landsmanna að geta treyst á framúrskarandi og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir sig og ástvini sína.Höfundur er stjórnarmeðlimir Spítalans okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægum áföngum í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var náð í þessari viku. Þá voru opnuð tvö tilboð vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Annars vegar tilboð í gatnagerð og jarðvinnu vegna framkvæmda við meðferðarkjarna spítalans, sem oft er kallaður hjartað í starfsemi spítalans og hins vegar tilboð í fullnaðarhönnun rannsóknarhúss. Öll voru þessi tilboð undir kostnaðaráætlun. Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta framkvæmd Hringbrautarverkefnisins. Með tilkomu hans verður mikil og jákvæð breyting á aðstöðu sjúklinga, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Þar verður öll bráðastarfsemi spítalans, 210 legurými, sem öll verða á einbýlum, auk þess sem rýmum fjölgar á gjörgæslu- og móttökudeild. Hönnun meðferðarkjarnans er á lokametrunum, stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2019 og að byggingarnar verði tilbúnar á árunum 2023-2024. Bygging rannsóknahúss er annað stórt verkefni, það mun hýsa rannsóknarstofur spítalans, þar með talinn er Blóðbankinn. Það verður breyting til batnaðar þegar rannsóknastarfsemi Landspítala sameinast undir einu þaki í stað þess að dreifast í 16 byggingar hér og þar í borginni.Nýtt sjúkrahótel Nýtt sjúkrahótel hefur þegar risið á Hringbrautarlóðinni og verður tekið í notkun innan skamms. Það er mikið fagnaðarefni og bylting í þjónustu Landspítala, sérstaklega fyrir fólk af landsbyggðinni. Á sjúkrahótelinu verða 75 vel búin herbergi, þar á meðal sérstakt fjölskyldurými. Víða á Norðurlöndunum er góð reynsla af sjúkrahótelum á lóðum sjúkrahúsa.Oddný Sturludóttir„Þörfin kallar hærra með hverju ári“ Þessi orð mælti Ingibjörg H. Bjarnason árið 1923 úr ræðustól Alþingis en Ingibjörg var ein aðaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og það var kallað og borið uppi af þeim konum sem settust fyrstar á Alþingi og voru með sanni óþreytandi í baráttu sinni fyrir byggingu Landspítala. Ingibjörg var orðin langeyg eftir ákvörðun stjórnvalda um að leggja fé til spítalabyggingar og segja má að orð hennar eigi jafn vel við árið 2018. Uppbygging Landspítala er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þjóðina alla, framþróun í heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörð starfsfólks. Í stjórnarsáttmála og ríkisfjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar er uppbygging Landspítala við Hringbraut gerð að forgangsmáli. Fyrri ríkisstjórnir hafa einnig staðið myndarlega við bakið á uppbyggingunni, í raun allar ríkisstjórnir frá aldamótum, frá því fyrst að uppbygging spítalans við Hringbraut komst á dagskrá. Þá hefur borgarstjórn og Reykjavíkurborg ávallt stutt dyggilega við uppbyggingaráformin. Þessu ber að fagna, en einnig er mikilvægt að fagna hverjum áfanga í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Landssamtökin Spítalinn okkar leggja áherslu á að engar tafir verði á þessu mikilvæga verkefni. Þörfin kallar hærra með hverju ári vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, örra tækniframfara og þeirrar sjálfsögðu kröfu landsmanna að geta treyst á framúrskarandi og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir sig og ástvini sína.Höfundur er stjórnarmeðlimir Spítalans okkar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun