Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:24 Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Einar Örn Birgisson fréttablaðið/heiða Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna. Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna.
Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00