Veitingamaður kærður fyrir margra ára áreitni Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður. Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Eigandi veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur hefur verið kærður til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni. Minnst tvær ungar konur hafa lagt fram kæru á hendur veitingamanninum. Þetta staðfestir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður kvennanna. Lögregla rannsakar nú málið. Konurnar störfuðu sem þjónar á veitingastaðnum þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Manninum er gefið að sök að hafa ítrekað káfað, þuklað og strokið konunum, þvingað tungu sinni upp í munn þeirra eftir vaktir og viðhaft óviðeigandi og klámfengin ummæli um útlit þeirra og eigin kynferðislegu langanir. Að sögn kvennanna fékk hegðunin að viðgangast undir því yfirskini að um menningarmun væri að ræða, en maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Mikill aldursmunur er á honum og konunum, sem margar voru að stíga sín fyrsta skref á vinnumarkaðnum. Meint brot eru sögð ná yfir margra ára tímabil. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins íhuga fleiri konur stöðu sína. Konurnar leituðu til Vinnueftirlitsins eftir að hafa rætt við starfsmannastjóra veitingastaðarins. Hjá Vinnueftirlitinu fengu konurnar þau svör að lítið sem ekkert væri hægt að gera í slíkum málum þar sem ekki væri hægt að kvarta nafnlaust. Þetta segir Sigrún að sé rangt. Vinnueftirlitið hafi eftirlitsskyldu í málum er varða kynferðislega áreitni á vinnustað og beri að sjá til þess að vinnuveitandi grípi til viðeigandi úrbóta, sé þess þörf. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir að málið fengi að vinda upp á sig.Fleri konur íhuga stöðu sína vegna áreitni mannsins.Vísir/gettyStarfsmaður Vinnueftirlitsins benti konunum á að hafa samband við stéttarfélag sitt, Eflingu. Þar sagðist starfsmaður ekkert geta aðhafst nema að búið væri að kæra manninn fyrir kynferðislega áreitni. „Það að leggja fram kæru á hendur vinnuveitanda fyrir kynferðisbrot er meira en að segja það og algjörlega ótækt að setja slíka ábyrgð á einstakling sem er á sama tíma að vinna úr afleiðingum brotsins,“ segir Sigrún. „Að enginn annar en þolandinn sjálfur geti stöðvað áframhaldandi brot yfirmanns er algjörlega óásættanlegt.“ Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir mál af þessum toga hafa verið snúin hingað til. Hún þekki ekki umrætt mál en vinnuveitandi hafi til þessa getað óskað eftir upplýsingum um kvörtun samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum og því fengið upplýsingar um þann sem kvartaði. „Við tökum á móti ábendingum og formlegum kvörtunum frá einstaklingum. Það sem við getum svo gert er að fara inn á viðkomandi vinnustað og skoða almennt vinnuumhverfið. Við getum hins vegar ekki beitt okkur út frá einstaklingsmáli. Vegna þess að ef við segjum að okkur hafi borist kvörtun þá hefur viðkomandi vinnustaður heimild til að óska eftir upplýsingum um gögnin sem við höfum,“ segir Svava. Fyrir þinglok hafi hins vegar verið samþykkt að Vinnueftirlitið fengi heimild til að halda trúnaði við þann sem kvartar. „Við erum ekki komin það langt að við getum farið að breyta þessu en við munum setja starfsreglur um það eftir sumarið. Nú höfum við að minnsta kosti sterkari möguleika til að ganga harðar fram með þessum lagabreytingum,“ segir Svava Jónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira