Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 20:15 Eigendur Hótels Svartaskógar, Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30