Stytta vinnuvikuna í 52 stundir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:33 Þessi Suður-Kóreumaður er hoppandi kátur með breytingarnar. Vísir/getty Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira