Stytta vinnuvikuna í 52 stundir Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:33 Þessi Suður-Kóreumaður er hoppandi kátur með breytingarnar. Vísir/getty Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar. Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Frá og með sunnudeginum síðastliðnum má vinnuvikan í Suður-Kóreu að mesta lagi vera 52 klukkustundir. Hinni nýju vinnumarkaðslöggjöf, sem tók gildi þann 1. júlí, er ætlað að tryggja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs á suður-kóreskum vinnumarkaði. Löggjöfin tekur til allra fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sem og opinberar stofnanir. Þetta er stærsta breyting sem hefur orðið á vinnumarkaðnum þar í landi síðan að vinnuvikan var stytt í fimm daga árið 2004. Með breytingunni verður suður-kóreskum starfsmönnum óheimilt að vinna í meira 52 klukkustundir á viku, þar af eru 12 yfirvinnutímar. Fylgi atvinnurekendur þessu ekki eftir mega þeir búast við sekt sem nemur um 2 milljónum íslenskra króna. Fyrirtæki í landinu hafa undanfarna mánuði búið sig undir hina nýju löggjöf. Það hafa þau meðal annars gert með því að ráða fleira starfsfólk, kúvenda vaktaskipulögum sínum ásamt því að innleiða sveigjanlegri vinnutíma. Atvinnuvegaráðherra landsins telur að innleiðing laganna muni ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig - ekki síst vegna þess að mörg stór fyrirtæki, sem og dótturfélög þeirra, hafi þegar innleitt breytingarnar. Könnun sem framkvæmd var meðal 3627 fyrirtækja með fleiri en 300 starfsmenn sýndi að nú þegar hefðu um 59% fyrirtækjanna tekið upp 52 klukkustunda vinnuviku. Minni fyrirtæki virðast eiga í meiri erfiðleikum með að koma til móts við nýju reglurnar. Í frétt suður-kóresku fréttastofunnar Yonhap segir að það sé ekki síst vegna þess að þau hafi minna bolmagn til að ráða fleira starfsfólk. Af þeim sökum hafa suður-kóresk stjórnvöld gefið þeim aukinn frest til að aðlagast nýju vinnuvikunni. Fyrirtæki sem hafa á bilinu 50 til 300 starfsmenn hafa til 1. júlí 2019 og fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn þurfa ekki að innleiða 52 stunda vinnuviku fyrr en ári síðar.
Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira