Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2018 06:00 Einstaklingur í fíknivanda fékk uppáskrifuð lyf frá lækni sem starfar á EES svæðinu og leysti þau út á Íslandi. Nú girðir Lyfjastofnun fyrir slíka afgreiðslu. Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00