Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Sveinn Arnarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Fæðingardeild Landspítalans er þétt setin og yfirfullt er á Akureyri. Von er á fleiri þunguðum konum til Akureyrar frá Reykjavík á næstu dögum. Mikið álag er á starfsfólki vegna kjaradeilunnar, sem enn er í hnút. Vísir/VALLI Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00