Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2018 21:56 Donald Trump Bandaríkjaforseti GETTY/Olivier Douliery-Pool Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna. Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump. Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum. Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland. Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“ Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“ Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum. „Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00