Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 20:00 Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir. Samkeppnismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir.
Samkeppnismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira