Steingrímur J og bróðir hans óðu Meyjará eftir aðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 11:45 Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38