Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 15:32 Alma D. Möller, landlæknir, lýsir miklum áhyggjum af stöðunni í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Stöð 2/Aðsend Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. Óásættanlegt sé að tvær vikur líði á milli fundanna í deilunni og segir landlæknir brýnt að samninganefndir ljósmæðra og ríkisisn setjist saman við samningaborðið, gjarnan með aðkomu ríkissáttasemjara, og nefndirnar standi ekki upp fyrr en búið sé að höggva á hnútinn og leysa deiluna. Í yfirlýsingu landlæknis kemur fram að embætti hafi fylgst með starfseminni á Landspítalanum en þar var gripið til aðgerðaáætlunar fyrr í mánuðinum vegna uppsagna ljósmæðra á meðgöngu-og sængurlegudeild.„Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður“ „Ljóst er að vandasamt er að skipuleggja starfsemina þannig að þjónustan skerðist sem minnst og að öryggis skjólstæðinga sé gætt eins og frekast er unnt. Það hefur þó gengið vonum framar og ber að þakka vandaðri og ítarlegri aðgerðaáætlun Landspítalans og góðri samvinnu milli deilda spítalans. Þá hefur samvinna við aðra þjónustuaðila og stofnanir utan Landspítalans verið til fyrirmyndar og aðdáunarvert hvernig allir hjálpast að,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem felst í aðgerðaáætlun spítalans vegna ástandsins er að útskriftum hraustra mæðra og nýbura er flýtt auk þess sem valkvæðum keisaraaðgerðum og fleiri verkefnum er beint á sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri og á aðrar stofnanir. „Að sögn starfsmanna hafa konur tekið slíku af yfirvegun og ljóst að þær sýna aðstæðum mikinn skilning. Þeim, sem og öllum þeim starfsmönnum sem þurfa að starfa við þessar fordæmalausu aðstæður ber að þakka. Landlæknir telur þó mikilvægt að brýna fyrir konum að þær hiki ekki við að leita eftir þjónustu á Landspítala ef þörf krefur þannig að þær séu ekki, af tillitssemi vegna stöðunnar, sjálfar að meta aðstæður sem þær hafa ekki forsendur til að meta,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar jafnframt fram að það sé mat landlæknis að ekki meig mikið út af bregða til að hætta skapist: „Það er mat Embættis landlæknis að ekki megi mikið út af bregða til að hætta skapist. Ekki er vitað hvenær næsti álagstoppur kemur - en slíkir toppar koma. Aldrei er hægt að sjá alla hluti fyrir, það er hið óvænta sem er mesta áskorunin fyrir starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður. Bæði þreytast þeir sem þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu auk þess andlega álags sem fylgir slíkum aðgerðum, slíkt skal ekki vanmeta. Landlæknir hefur því mikinn skilning á því að fólk finni til vanmáttar og að stjórnendur Landspítala telji erfitt að tryggja öryggi nægjanlega vel við þessar erfiðu aðstæður. Því er nauðsynlegt að samningsaðilar leysi þessa deilu sem allra, allra fyrst.“Nánar má lesa um yfirlýsinguna á vef embættis landlæknis. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. Óásættanlegt sé að tvær vikur líði á milli fundanna í deilunni og segir landlæknir brýnt að samninganefndir ljósmæðra og ríkisisn setjist saman við samningaborðið, gjarnan með aðkomu ríkissáttasemjara, og nefndirnar standi ekki upp fyrr en búið sé að höggva á hnútinn og leysa deiluna. Í yfirlýsingu landlæknis kemur fram að embætti hafi fylgst með starfseminni á Landspítalanum en þar var gripið til aðgerðaáætlunar fyrr í mánuðinum vegna uppsagna ljósmæðra á meðgöngu-og sængurlegudeild.„Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður“ „Ljóst er að vandasamt er að skipuleggja starfsemina þannig að þjónustan skerðist sem minnst og að öryggis skjólstæðinga sé gætt eins og frekast er unnt. Það hefur þó gengið vonum framar og ber að þakka vandaðri og ítarlegri aðgerðaáætlun Landspítalans og góðri samvinnu milli deilda spítalans. Þá hefur samvinna við aðra þjónustuaðila og stofnanir utan Landspítalans verið til fyrirmyndar og aðdáunarvert hvernig allir hjálpast að,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem felst í aðgerðaáætlun spítalans vegna ástandsins er að útskriftum hraustra mæðra og nýbura er flýtt auk þess sem valkvæðum keisaraaðgerðum og fleiri verkefnum er beint á sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri og á aðrar stofnanir. „Að sögn starfsmanna hafa konur tekið slíku af yfirvegun og ljóst að þær sýna aðstæðum mikinn skilning. Þeim, sem og öllum þeim starfsmönnum sem þurfa að starfa við þessar fordæmalausu aðstæður ber að þakka. Landlæknir telur þó mikilvægt að brýna fyrir konum að þær hiki ekki við að leita eftir þjónustu á Landspítala ef þörf krefur þannig að þær séu ekki, af tillitssemi vegna stöðunnar, sjálfar að meta aðstæður sem þær hafa ekki forsendur til að meta,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar jafnframt fram að það sé mat landlæknis að ekki meig mikið út af bregða til að hætta skapist: „Það er mat Embættis landlæknis að ekki megi mikið út af bregða til að hætta skapist. Ekki er vitað hvenær næsti álagstoppur kemur - en slíkir toppar koma. Aldrei er hægt að sjá alla hluti fyrir, það er hið óvænta sem er mesta áskorunin fyrir starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður. Bæði þreytast þeir sem þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu auk þess andlega álags sem fylgir slíkum aðgerðum, slíkt skal ekki vanmeta. Landlæknir hefur því mikinn skilning á því að fólk finni til vanmáttar og að stjórnendur Landspítala telji erfitt að tryggja öryggi nægjanlega vel við þessar erfiðu aðstæður. Því er nauðsynlegt að samningsaðilar leysi þessa deilu sem allra, allra fyrst.“Nánar má lesa um yfirlýsinguna á vef embættis landlæknis.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?