Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2018 19:00 Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu ætlar að hefja rannsókn á framsetningu lífeyrissjóða á markaðssefni. Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira