Grafið undan réttindum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2018 10:00 Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar