Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 14:15 Una Jónsdóttir er hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. ÍLS Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00