Aurinn gæti truflað laxveiði næstu árin Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Laxastiginn á myndinni er vita gagnslaus sökum vatnsleysis. Allt að þrjátíu metra lag af drullu er í gamla árfarveginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47