Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 08:00 Þingið felldi lög um kjararáð úr gildi í vor. Nýtt fyrirkomulag á að verða að lögum í árslok. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00