Celtic í góðum málum eftir fyrri leikinn gegn Rosenborg Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júlí 2018 20:30 Odsonne skorar fyrsta markið í dag. vísir/getty Celtic er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Rosenborg í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur í Skotlandi í kvöld. Rosenborg sló út Val eftirminnilega í síðustu umferð þar sem dramatíkin var mikil en voru of litlir fyrir skosku meistarana í kvöld fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar. Rosenborg komst yfir á fimmtándu mínútu leiksins eftir laglega sókn. Nicklas Bedntner gerði þá ansi vel er hann lagði boltann á vinstri bakvörðinn Birger Meling sem kláraði færið vel. Það leit allt út fyrir að staðan yrði þannig í leikhlé en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Odsonne Edouard metin er hann lék lausum hala í vítateig gestanna. 1-1 í hálfleik og heimamenn í Celtic voru ekki lengi að koma sér yfir í síðari hálfleik. Oliver Ntcham skoraði laglegt mark eftir einungis 40 sekúndur í síðari hálfleik og heimamenn komnir yfir. Celtic gerði sig líklega til þess að bæta við fleiri mörkum en þeir skutu meðal annars í slána og André Hansen, markvörður Rosenborgar, að taka á honum stóra sínum. Skosku meistararnir náðu inn þriðja markinu er Edouard skoraði sitt annað mark. Hann slapp einn inn fyrir vörnina, rangstöðugildra Rosenborg klikkaði og hann vippaði boltanum fyrir Hansen. Celtic er því í ansi góðri stöðu fyrir síðari leikinn en þegar þeir sýndu klærnar í leiknum í kvöld fengu þeir nóg af færum. Eftirleikurinn ætti að verða auðveldur fyrir þá. Mattías Vilhjálmsson var ónotaður varamaður hjá Rosenborg en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að liðið rak Kåre Ingebrigtsen í síðustu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Celtic er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Rosenborg í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur í Skotlandi í kvöld. Rosenborg sló út Val eftirminnilega í síðustu umferð þar sem dramatíkin var mikil en voru of litlir fyrir skosku meistarana í kvöld fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar. Rosenborg komst yfir á fimmtándu mínútu leiksins eftir laglega sókn. Nicklas Bedntner gerði þá ansi vel er hann lagði boltann á vinstri bakvörðinn Birger Meling sem kláraði færið vel. Það leit allt út fyrir að staðan yrði þannig í leikhlé en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Odsonne Edouard metin er hann lék lausum hala í vítateig gestanna. 1-1 í hálfleik og heimamenn í Celtic voru ekki lengi að koma sér yfir í síðari hálfleik. Oliver Ntcham skoraði laglegt mark eftir einungis 40 sekúndur í síðari hálfleik og heimamenn komnir yfir. Celtic gerði sig líklega til þess að bæta við fleiri mörkum en þeir skutu meðal annars í slána og André Hansen, markvörður Rosenborgar, að taka á honum stóra sínum. Skosku meistararnir náðu inn þriðja markinu er Edouard skoraði sitt annað mark. Hann slapp einn inn fyrir vörnina, rangstöðugildra Rosenborg klikkaði og hann vippaði boltanum fyrir Hansen. Celtic er því í ansi góðri stöðu fyrir síðari leikinn en þegar þeir sýndu klærnar í leiknum í kvöld fengu þeir nóg af færum. Eftirleikurinn ætti að verða auðveldur fyrir þá. Mattías Vilhjálmsson var ónotaður varamaður hjá Rosenborg en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að liðið rak Kåre Ingebrigtsen í síðustu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira