Ferðamenn hrella íbúa í miðbænum með almennu sorpi í endurvinnslutunnur Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2018 16:45 Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að margar kvartanir vegna sorphirðu megi rekja til heimagistingar á borð við AirBnb. Vísir/Samsett Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00