Birta myndband af umdeildu banaskoti Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2018 10:37 Myndbandið sýnir að Blevins virðist halda á byssu þegar hann er skotinn. Yfirvöld Í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa birt myndbönd úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem skutu 31 árs gamlan þeldökkan mann til bana í síðasta mánuði. Lögregluþjónar voru sendir á vettvang eftir tilkynningu um ölvaðan mann sem var að skjóta upp í loftið nálguðust þeir Thurman Blevins þar sem hann sat á gangstétt. Hann var skotinn eftir stutta eftirför og virðist hann hafa haldið á byssu.Þegar lögregluþjónarnir nálguðust hann tók annar þeirra eftir því að hann væri vopnaður. þeir skipuðu honum að stoppa og hótuðu því að skjóta hann. Í fyrstu var hann með byssu sína í belti sínu en þegar hann var skotinn, hélt hann á byssunni. Áður en Blevins var skotinn bað hann lögregluþjónana um að láta sig vera, sagðist ekki hafa gert neitt og bað þá um að skjóta sig ekki. Í samtali við Star Tribune, segir Sydnee Brown, frænka Blevins, að hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hann hefði ekki ógnað lögregluþjónunum þegar þeir nálguðust hann og hélt hún því fram að þeir hafi ekki litið á hann sem manneskju. Fjölskylda hans fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt.Lögregluþjónarnir tveir, Ryan Kelly, og Justin Schmidt, eru báðir í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Fjölskylda Blevins hefur kallað eftir því að þeim verði vikið úr starfi og sóttir til saka. Þeir skutu báðir úr byssum sínum og hæfðu Blevins margsinnis.Fjölskyldan hafði ráðið lögmanninn Glenda Hatchett, sem starfaði einnig fyrir fjölskyldu Phiilando Castile, sem skotinn var til bana af lögregluþjóni í Minnesota árið 2016 og var kærasta hans í beinni útsendingu á Facebook. Lögregluþjónninn var sýknaður af drápinu í fyrra.Þegar blaðamaður Star Tribune náði sambandi við Hatchett í gær, eftir að myndbandið var birt, sagðist hún hætt að vinna fyrir fjölskylduna. Búið var að skipuleggja mótmæli í borginni í vikunni. Áðurnefnd myndbönd voru birt eftir mótmæli í borginni en yfirvöld vildu ekki birta þau fyrr en búið væri að ræða við helstu vitni málsins. Birt voru myndbönd úr vestum beggja lögregluþjónanna og eitt myndband til viðbótar sem sérfræðingar höfðu farið yfir. Búið er að hægja á því á völdum stöðum og skerpa það.Vert er að vara við því að myndböndin geta vakið óhug fólks. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Yfirvöld Í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa birt myndbönd úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem skutu 31 árs gamlan þeldökkan mann til bana í síðasta mánuði. Lögregluþjónar voru sendir á vettvang eftir tilkynningu um ölvaðan mann sem var að skjóta upp í loftið nálguðust þeir Thurman Blevins þar sem hann sat á gangstétt. Hann var skotinn eftir stutta eftirför og virðist hann hafa haldið á byssu.Þegar lögregluþjónarnir nálguðust hann tók annar þeirra eftir því að hann væri vopnaður. þeir skipuðu honum að stoppa og hótuðu því að skjóta hann. Í fyrstu var hann með byssu sína í belti sínu en þegar hann var skotinn, hélt hann á byssunni. Áður en Blevins var skotinn bað hann lögregluþjónana um að láta sig vera, sagðist ekki hafa gert neitt og bað þá um að skjóta sig ekki. Í samtali við Star Tribune, segir Sydnee Brown, frænka Blevins, að hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hann hefði ekki ógnað lögregluþjónunum þegar þeir nálguðust hann og hélt hún því fram að þeir hafi ekki litið á hann sem manneskju. Fjölskylda hans fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt.Lögregluþjónarnir tveir, Ryan Kelly, og Justin Schmidt, eru báðir í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Fjölskylda Blevins hefur kallað eftir því að þeim verði vikið úr starfi og sóttir til saka. Þeir skutu báðir úr byssum sínum og hæfðu Blevins margsinnis.Fjölskyldan hafði ráðið lögmanninn Glenda Hatchett, sem starfaði einnig fyrir fjölskyldu Phiilando Castile, sem skotinn var til bana af lögregluþjóni í Minnesota árið 2016 og var kærasta hans í beinni útsendingu á Facebook. Lögregluþjónninn var sýknaður af drápinu í fyrra.Þegar blaðamaður Star Tribune náði sambandi við Hatchett í gær, eftir að myndbandið var birt, sagðist hún hætt að vinna fyrir fjölskylduna. Búið var að skipuleggja mótmæli í borginni í vikunni. Áðurnefnd myndbönd voru birt eftir mótmæli í borginni en yfirvöld vildu ekki birta þau fyrr en búið væri að ræða við helstu vitni málsins. Birt voru myndbönd úr vestum beggja lögregluþjónanna og eitt myndband til viðbótar sem sérfræðingar höfðu farið yfir. Búið er að hægja á því á völdum stöðum og skerpa það.Vert er að vara við því að myndböndin geta vakið óhug fólks.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira