Stærsti skógareldur Kaliforníu mun loga út mánuðinn Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 23:32 Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Vísir/AP Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018 Bandaríkin Skógareldar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira