Stjórnvöld í hart gegn stjórnarandstöðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmaður MDC sýnir merki flokksins á meðan henni er fylgt inn í fangabíl. 27 meðlimir MDC hafa verið handteknir vegna átaka síðasta miðvikudags í Harare. Stjórnvöld eru sögð ganga fram með mikilli hörku. Vísir/AFP Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Lögregla í Simbabve lýsti í gær eftir níu háttsettum meðlimum Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC), stærsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve sem laut í lægra haldi gegn Afríska þjóðarbandalagi Simbabve (ZANU-PF) í þingkosningum og naumlega í forsetakosningum síðustu viku. Ríkisblaðið Herald greindi frá þessu. Stjórnarandstæðingarnir eru sakaðir um að hafa kynt undir „ólöglegum mótmælum“ á miðvikudaginn fyrir viku. Átök brutust þá út á milli lögreglu og MDC-liða. Sex mótmælendur létu lífið. Tendai Biti, áður fjármálaráðherra og nú leiðtogi innan MDC, er að auki sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti“ greint frá því að Nelson Chamisa, frambjóðandi MDC, hefði unnið forsetakosningarnar. Auk hans var lýst eftir formanninum Morgan Komich, ungliðaleiðtoganum Happymore Chidziva auk sex annarra. Alþjóðlegu samtökin Mannréttindavaktin (HRW) fordæmdu í gær meinta aðför lögreglu og hers Simbabve að stjórnarandstæðingum. Í yfirlýsingu HRW kom meðal annars fram að lögregla, hermenn og óbreyttir, vopnaðir borgarar hafi gengið í skrokk á og áreitt MDC-liða í Harare allt frá kjördegi. Heimildarmaður HRW í Chitungwiza-hverfi sagði til dæmis frá því að hermaður hefði sagt honum, á meðan höggin dundu á honum, að verið væri að refsa honum fyrir að kjósa rangan frambjóðanda. Jafnframt var greint frá því að sex grímuklæddir menn hefðu brotist inn á heimili fyrrnefnds Chidziva og hótað konu þar lífláti.Nelson Chamisa er ekki par sáttur við kjörstjórn landsins.Vísir/APSibusiso Moyo utanríkisráðherra vísaði þessum ásökunum á bug í gær. „Ríkisstjórnin hefur ekki heyrt af neinum barsmíðum eða mannránum. Það berst mikið af röngum upplýsingum af samfélagsmiðlum,“ hafði Herald eftir honum. Ríkisdagblaðið hefur undanfarið birt fjölda frétta þar sem sagt er frá því að kosningarnar hafi verið sanngjarnar og löglegar, en Chamisa og stuðningsmenn hans hafa haldið því fram að niðurstöðunum hafi verið hagrætt. Þá gerðu eftirlitsmenn á vegum ESB alvarlegar athugasemdir við aðdragandann og framkvæmdina. Herald birti í gær frétt um kosningarnar þar sem stóð: „Emmerson Mnangagwa er þjóðarleiðtogi og vinsældir hans sjást augljóslega á þeim fjölda atkvæða sem hann fékk í forsetakosningunum.“ Þá hefur miðillinn að auki tekið viðtöl við MDC-liða, ósátta við Chamisa, sem hafa lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sanngjarnar. Chamisa sjálfur hefur hins vegar ekki gefist upp. „Ég er nýbúinn að fara í gegnum sönnunargögnin og eyðublöð frá kjörstöðum um gjörvallt Simbabve. Við UNNUM þessar kosningar afgerandi. Tölur landskjörstjórnar eru falsaðar og þeim hagrætt í hag fráfarandi forseta. Við erum tilbúin fyrir innsetningarathöfnina og myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ tísti Chamisa í gær. Ekki er þó útlit fyrir að hann verði settur inn í embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Tengdar fréttir Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00 Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20 Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Ólíklegt að hagræðingarásakanir hætti Fyrstu forsetakosningar Simbabve eftir valdatíð Mugabes fóru fram á mánudag. Niðurstöður kynntar í gærkvöldi. Útlit fyrir sigur sitjandi forseta. Stjórnarandstæðingar sögðu að niðurstöðunum yrði hagrætt. 3. ágúst 2018 06:00
Sitjandi forseti lýstur sigurvegari kosninganna í Simbabve Sex liggja í valnum eftir að herinn lét til skarar skríða gegn stjórnarandstæðingum sem hafa mótmælt meintu kosningasvindli. 2. ágúst 2018 23:20
Hvergi af baki dottinn Forsetakosningar í Simbabve draga dilk á eftir sér. Stjórnarandstæðingurinn segir niðurstöðurnar falsaðar og ætlar í mál. Forsetinn vísar ásökunum á bug. 4. ágúst 2018 09:00