Náttúruhamfarir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hitabylgjurnar sem lamið hafa á stórum hluta heimsbyggðarinnar síðustu vikur eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Í Japan hafa tugþúsundir aldraðra einstaklinga verið fluttir undir læknishendur sökum hitaslags. Tæplega hundrað hafa látist í Japan. Í Suður-Kóreu hafa tugir manna, og milljónir dýra, látist í hitanum. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja á sama tíma að hamfarir af áður óþekktri stærðargráðu dynji nú á landinu. Í Evrópu hefur hitabylgjan leitt til mannskæðra sinu- og skógarelda í Grikklandi, Svíþjóð, Bretlandi og víðar. Óttast er að yfir eitt þúsund manns hafi látist í hitabylgjunni á Bretlandi. Sökum aukinnar súrefnisupptöku, sem rekja má til hitans, hafa þúsundir tonna af fiski kafnað í Rín og Saxelfi. Í Norður-Ameríku hafa sjötíu hið minnsta látist í hitanum, nær allir í Kanada. Í Kaliforníu berjast tólf þúsund slökkviliðsmenn við mikla skógarelda og í Mexíkó hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi. Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem milljónir manna um allan heim glíma nú við. Þó svo að loftslagsvísindin séu þess eðlis að vafasamt er að tengja einstaka atburði í veðurfari við loftslagsbreytingar, þá benda bráðabirgðaniðurstöður vísindamanna til þess að ótvíræð tengsl séu á milli hitabylgjunnar í Evrópu og breytinga á veðurfari. Jafnframt eru atburðir síðustu vikna í samræmi við áætlanir vísindamanna um það sem koma skal. Hitabylgjur verða algengari, lengri og ákafari. Á sama tíma verða dauðsföll, sem rekja má til hitabylgja, fleiri. Nýleg rannsókn, sem unnin var af fjölþjóðlegu teymi loftslagsvísindamanna og byggði á víðtæku safni hitamælinga á árunum 1984 til 2015, sýndi fram á aukningu sem nemur frá nokkrum tugum prósenta í efnuðum löndum, til mörg hundruð prósenta í fátækari löndum. Góðu fréttirnar eru þær sömu og við höfum heyrt áður. Líklega er hægt að afstýra alvarlegustu áhrifum þeirra loftslagsbreytinga sem munu eiga sér stað með samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, og með því að standa við áætlanir sem miða að því að milda áhrif breytinganna. Í hinu stóra samhengi hnattrænna veðurfarsbreytinga eru hitabylgjur ekki einangrað fyrirbæri. Þær tengjast uppskerubresti og þurrkum, oft í löndum sem glíma þegar við meiriháttar efnahagslegar, félagslegar og pólitískar áskoranir. Önnur birtingarmynd hækkandi hitastigs er hækkun sjávarborðs. Hækkun sem gæti numið einum metra að meðaltali áður en öldin er úti. Reglulega er talað um að ríku löndin muni spjara sig. Þau hafi burði og getu til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó hafa rík lönd, þar á meðal Ísland, verið afar sein að bregðast við vandanum. Það einfaldlega virðist vera lítill áhugi á því að gera loftslagsmálin að meginstefi. Þetta er sorgleg staða, sérstaklega í ljósi þess að loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál, og sem slíkt verður það ekki leyst nema með hnattrænu átaki þar sem efnaðar þjóðir, sem einmitt bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, bjóða þeim fátækari sem nú súpa seyðið af losun okkar, hjálparhönd.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun