Virða lokanir lögreglu að vettugi og ganga inn á brúna yfir Eldvatn Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 11:01 Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Vísir/Jóhann K/Einar Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45
Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28