Hærra verð forsenda þess að spá rætist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Icelandair Group skilaði 2,7 milljarða króna tapi á öðrum fjórðungi ársins. Spá félagsins um hækkandi meðalverð hefur ekki gengið eftir. Fréttablaðið/Pjetur Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Buffet hættir sem forstjóri við lok árs „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Syndis kaupir Ísskóga Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Buffet hættir sem forstjóri við lok árs „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Syndis kaupir Ísskóga Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent