Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:28 Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Mynd/Aðsend Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12
Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49