Eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 19:45 Baldur Ólafsson lögreglumaður Stöð 2 Skjáskot Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57