Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 18:49 Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún. Samgöngur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún.
Samgöngur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira