Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Það skýrist í næstu viku hvernig mun ganga að tryggja mönnun á leikskólum Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira