„Ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 12:00 Guðrún Karítas fagnar því að hafa verið sýknuð. Með sýknudómnum sé þó aðeins hálfur sigur unninn. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“ Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir var sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara. Guðrún fagnar niðurstöðu héraðsdóms og segist aldrei hafa efast um lyktir málsins. Nú tekur við bið eftir niðurstöðu í sakamáli á hendur Vigfúsi sem ákærður er fyrir að nauðga fyrrverandi skjólstæðingi sínum. „Mér er vissulega létt, það náttúrulega ætlar enginn þessa leið í lífinu að lenda fyrir dómstólum. Þetta er mikill léttir og gleði að þetta skyldi fara svona. Ég svo sem efaðist í rauninni aldrei, ég trúði alltaf á réttlætið í þessu máli,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá var Guðrún ákærð fyrir að hóta Vigfúsi lífláti eftir að hann sendi dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms-skilaboð. Vigfúsi var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.Standa með stúlkunni Guðrún neitaði ávallt sök í málinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að talið hafi verið ósannað að Guðrún hafi vakið ótta Vigfúsar með ummælum sínum. Þá var einnig talið augljóst að hún hafi verið í reiðikasti og myndi ekki fylgja orðum sínum eftir. „Maður segir kannski margt þegar maður er reiður og hræddur og að vernda börnin sín. Sérstaklega þegar staðan er þannig að um fatlanir er að ræða, þá eru hlutirnir svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þá séu þau fjölskyldan afar sátt við niðurstöðuna. „Við munum örugglega fagna um helgina, það er ekki spurning.“ Guðrún segir ferlið hafa verið bæði erfitt og langt. Þá leggur hún áherslu á að sýknudómurinn sé hluti af stærra máli. Hún bíði nú eftir dómsuppkvaðningu í sakamálinu gegn Vigfúsi, sem eins og áður sagði er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri stúlku yfir nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015. „Þetta hefði aldrei komið til ef það mál hefði ekki verið í einhverju ferli. Og við stöndum með stúlkunni sem stendur í því máli.“
Dómsmál Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent