Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Mirjam Foekje van Twuijver. Dæmd í fíkniefnamál. Er laus en þarf að fara aftur í afplánun. „Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig sigur minn hjá kærunefnd útlendingamála hefur svona ótrúlega neikvæð og afdrifarík áhrif fyrir mig.“ Þetta segir Mirjam Van Twuijver sem hefur verið boðuð aftur til afplánunar í fangelsi eftir tæpa þrjá mánuði í rafrænu eftirliti. Ástæða boðunarinnar er sigur sem hún vann í máli gegn Útlendingastofnun, sem hafði vísað henni úr landi og úrskurðað hana í 20 ára endurkomubann til Íslands á grundvelli ákvæða útlendingalaga um heimild til brottvísunar EES-borgara ef framferði viðkomandi felur í sér alvarlega ógn gagnvart grundvallarhagsmunum samfélagsins. Að mati kærunefndarinnar er Mirjam hins vegar ekki talin líkleg til að fremja afbrot að nýju og felldi nefndin því úrskurð Útlendingastofnunar úr gildi. Í kjölfar þessa sigurs fékk Mirjam bréf frá Fangelsismálastofnun um boðun í fangelsi að nýju. Var henni veittur tveggja sólarhringa frestur til að mæta til afplánunar. Í röksemdum Fangelsismálastofnunar fyrir hinni breyttu ákvörðun segir að forsendur reynslulausnar séu brostnar, en í lögum um fullnustu refsinga er heimilt að veita reynslulausn eftir helming afplánunar hafi Útlendingastofnun tekið ákvörðun um brottvísun viðkomandi að afplánun lokinni. Mirjam þurfi því að ljúka afplánun á tveimur þriðju hlutum refsingarinnar. Að óbreyttu verður Mirjam því í fangelsi til 5. september 2020, þar af 249 daga í rafrænu eftirliti.Sjá einnig: Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Lögmaður Mirjam óskaði strax eftir fresti á boðuninni með þeim rökum að úrskurðurinn sé mjög íþyngjandi fyrir Mirjam og mjög mikill vafi sé uppi um lögmæti hans. Verður úrskurðurinn kærður til dómsmálaráðuneytisins en Mirjam segist munu fara eins langt og hún þurfi til að fá niðurstöðunni hnekkt. Mirjam kynntist íslenskum manni meðan á afplánun hennar stóð. Þau hafa nú verið gift í tvö ár og búa á Akranesi. „Ástæða þess að ég kærði ákvörðun Útlendingastofnunar er ekki bara sú að mér hafi verið vísað úr landi heldur aðallega vegna endurkomubannsins. Við hjónin getum búið hvar sem er en það felst svo mikil frelsisskerðing í því fyrir okkur að geta ekki heimsótt Ísland í áratugi, ekki síst vegna foreldra mannsins míns og fjölskyldu hér á landi,“ segir Mirjam. Mirjam var dæmd til átta ára fangelsisvistar af Hæstarétti eftir stórfellt fíkniefnasmygl í febrúar 2016. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur refsingu héraðsdóms sem dæmt hafði Mirjam til 11 ára fangelsisvistar. Dómur héraðsdóms vakti mikla athygli enda með allra þyngstu dómum sem fallið hafa í fíkniefnamálum hér á landi og sá allra þyngsti sem fallið hefur gegn burðardýri eins og Mirjam. Mirjam sat í fangelsi frá því hún var handtekin í apríl 2015 til 22. maí 2017, þar af í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hún var á áfangaheimilinu Vernd frá 22. maí 2017 til 19. maí síðastliðins og hefur afplánað með ökklaband síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21 Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Felldu úr gildi brottvísun hollenskrar konu Engin ógn var talin stafa af konunni sem var dæmd í átta ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. 3. ágúst 2018 09:21
Hollenska konan fékk átta ára dóm í Hæstarétti Einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í dag þegar Mirjam Foekje van Twuijver frá Hollandi hlaut átta ára dóm í Hæstarétti og Atli Freyr Fjölnisson fjögurra ára dóm. 4. febrúar 2016 15:15