Trump sagður vara við ofbeldi á leynilegri upptöku Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:43 Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Donald Trump nýtir sér varúðarorð um ofbeldi til að næla sér í atkvæði. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45