Bæði gömul og ný stór sakamál leidd til lykta með dómi á komandi misserum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál og hins vegar hið svokallaða "shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar. vísir/stefán Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Allmörg sakamál sem vakið hafa mikla athygli bíða úrlausnar dómstólanna í vetur. Aðalmeðferð verður í næstu viku í Héraðsdómi Suðurlands í máli Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana á bænum Gýgjarhóli 2 í Árnessýslu. Nokkur manndrápsmál bíða einnig meðferðar í Landsrétti. Mál Thomasar Møller Olsen verður tekið fyrir síðar í haust og meðal þess sem ætla má að tekist verði á um eru akstursleiðir þær sem Thomas ók morguninn örlagaríka en í matsgerð sem dómkvaddur haffræðingur skilaði nýlega segir að líkami Birnu Brjánsdóttur hafi verið settur í sjó mun lengra frá þeim stað sem lögregla hafði áður talið. Tvö önnur manndrápsmál bíða úrlausnar Landsréttar. Annars vegar mál Dags Hoe Sigurjónssonar sem fékk 17 ára dóm í vor fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Hins vegar mál Khaled Cairo sem fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna á Hagamel í september. Fyrir héraðsdómi hafði verjandi hans krafist sýknu í málinu á þeim grundvelli að Cairo væri ósakhæfur. Í Hæstarétti verða tvö þekkt og afar umdeild manndrápsmál til umfjöllunar í vetur. Annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmál sem verða endurupptekin eftir áratuga baráttu dómþola og aðstandenda þeirra. Hins vegar hið svokallaða „shaken baby“ mál Sigurðar Guðmundssonar en búast má við að það verði sett á dagskrá Hæstaréttar á haustmisseri. Af öðrum málum sem vakið hafa mikla athygli má nefna mál Sindra Þórs Stefánssonar sem skaut upp á stjörnuhimininn eftir strok af Sogni sem dró vandræðalegan dilk á eftir sér fyrir lögregluyfirvöld. Ekki liggur enn fyrir hvenær mál Sindra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness en ákæra hefur verið gefin út á hendur honum fyrir þjófnað á 600 tölvum sem enn hafa þó hvergi fundist. Einnig má nefna mál Sveins Gests Tryggvasonar sem bíður meðferðar í Landsrétti. Sveinn Gestur fékk sex ára dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Málið vakti mikla athygli í fyrra vegna æsingsóráðsheilkennis sem talið er hafa átt þátt í dauða Arnars. Sveinn Gestur sat í gæsluvarðhaldi í heilt ár vegna málsins. Afplánun hans öðrum refsidómi dómi lýkur 12. september næstkomandi og verður hann þá frjáls ferða sinna, nema hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að nýju þar til dómur fellur í Landsrétti. Landsréttar bíða einnig nokkur stór kynferðisbrotamál sem dæmt var í í héraði fyrr á árinu. Má þar nefna mál Þorsteins Halldórssonar sem fékk sjö ára fangelsi í héraði fyrir alvarleg og ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þá hefur sýknudómi í máli stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður var fyrir gróf kynferðisbrot einnig verið áfrýjað til Landsréttar. Uppfært og leiðrétt 24. ágúst en í fyrri útgáfu sagði að Sveinn Gestur Tryggvason gengi laus. Það er ekki rétt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira