Forstjóri Skeljungs telur olíulekann ekki hafa valdið skaða á umhverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 10:58 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14
Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59