Coca-Cola kaupir Costa Coffee Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 08:38 Alison Brittain, forstjóri Whitbread, telur að salan muni ýta undir enn frekari vöxt Costa Coffee. Whitbread Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin. Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. Whitbread hafði rekið Costa Coffee samhliða hótelkeðjunni Premier inn. Fjárfestar höfðu lengi sett spurningarmerki við það að hafa svo ólíkan rekstur undir einu þaki. Þeir hafa þó ákveðið að halda tryggð við Whitbread, enda hefur það vaxið hratt frá því að það keypti Costa Coffee fyrir aðeins 19 milljónir punda árið 1995.Sjá einnig: Costa áformar að opna á Íslandi Um miðjan tíunda áratuginn rak Costa Coffee 39 útibú á Bretlandseyjum. Nú eru þau rúmlega 2400, auk þess sem Costa Coffee rekur 1400 kaffihús í 31 öðru landi. Ætla má að útibúum fyrirtækisins muni fjölga á næstunni, en eins og Markaðurinn greindi frá á dögunum áformar Costa Coffee að opna á Íslandi. Fyrirtækið leitar að húsnæði í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir. Stjórnendur Whitbread höfðu upphaflega í hyggju að kljúfa rekstur Costa frá samstæðunni (spin-off) og skrá á hlutabréfamarkað eftir að aðgerðarfjárfestar þrýstu á um það. Þeir töldu hins vegar að hrein sala yrði arðbærari og ákváðu því að ganga til samninga við Coca-Cola Hlutabréfaverð í Whitbread hækkaði um 17 prósent í morgun eftir að tilkynnt var um viðskiptin.
Tengdar fréttir Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Costa áformar að opna á Íslandi Kaffihúsakeðjan, sem er sú næststærsta í heiminum, áformar að opna á Íslandi. 15. ágúst 2018 06:00