Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. september 2018 13:00 Bryggjan leit dagsins ljós að nýju fyrir skömmu eftir áratuga veru neðanjarðar. Mynd/Reykjavíkurborg Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018 Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Góð sátt virðist vera um málið meðal fulltrúa í ráðinu.Steinbryggjan kom í ljós á nýjan leik þegar unnið var að því að grafa fyrir nýjum frárennslislögnum við austurenda Tollhússins í Kvosinni. Bryggjan hefur ekki verið sjáanleg frá árinu 1940 er hún fór undir uppfyllingu.Rekja má bryggjuna til gömlu Bæjarbryggjunnar frá árinu 1884 en talið er að rekja megi þann hluta hennar sem grafinn var upp til ársins 1905 og 1916. Í ljós kom að ástand Steinbryggjunnar var heillegt og skoðaði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvernig mætti varðveita þann hluta sem grafinn hefur upp til frambúðar.Um drög er að ræða og líklegt er að endanlegt útlit muni taka einhverjum breytingum.Mynd/Reykjavíkurborg.Setþrepum verði komið fyrir að niðurgrafinni bryggjunni Fyrstu drög að slíkri tillögu voru sem fyrr segir kynnt fyrir ráðinu í gær og er þar gert ráð fyrir að bryggjan verði hluti af torgi við götuna. Tillagan gerir ráð fyrir að umhverfið í kringum bryggjuna verði ofar en bryggjan sjálf og komið verði fyrir tröppu og setþrepum að bryggjunni.Aðeins er þó um drög að ræða og því má gera ráð fyrir að tillagan muni taka einhverjum breytingum áður en endanleg mynd kemst á útfærsluna en almenn sátt virðist ríkja í ráðinu um að bryggjan verði sýnileg.Þannig bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ánægjulegt væri að sjá fyrstu hugmyndir um breytta hönnun á svæðinu. Bryggjan væri í góðu ástandi og hefði mikið sögulegt gildi fyrir borgina.Undir þetta tóku fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í ráðinu sem fögnuðu tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og sögðu þeir ánægjulegt að sjá hversu vel steinbryggjan hafi varðveist í tímans rás.Hún @LiljaLaufey virðist pínu lítil þegar horft er niður á Steinbryggjuna. Þetta er með ótrúlegri mannvirkjum sem ég hef tekið þátt í að grafa. Seinni myndin er frá 1928, rauði hringurinn afmarkar svæðið þar sem við erum að vinna #Reykjavík#fornleifatwitterpic.twitter.com/1fZANdQ8LX — Dr. Hildur☠ (@beinakerling) August 16, 2018
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira